Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 23:44 Trump var ansi heitt í hamsi í gær. getty Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira