Myndatökumaður segir Emiliano Martínez hafa ráðist á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 11:01 Emiliano Martinez hefur verið mjög sigursæll með argentínska landsliðinu undanfarin ár. Getty/Daniel Jayo Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez kom sér í vandræði eftir tapið á móti Kólumbíu í undankeppni HM. Myndatökumaðurinn Jhonny Jackson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við markvörðinn eftir lokaflautið. Hann sagði kólumbískum fjölmiðlum frá því sem gerðist. Jackson kom upp að Emiliano Martínez þegar argentínski markvörðurinn var að þakka öðrum leikmanni fyrir leikinn. Myndefnið sem hann náði sýnir markvörðinn, sem er kallaðir Dibu, slá í myndavélina sem fellur í framhaldinu í jörðina. „Hann bara sló mig upp úr þurru,“ sagði Jackson við blaðamann RCN Deportes. ESPN segir frá. „Ég varð reiður, mjög reiður. Ég var í vinnunni alveg eins og hann. Hann var að spila og ég var að taka upp með myndavélinni minni,“ sagði Jackson. Myndatökumaðurinn sendi markverði Aston Villa síðan skilaboð. „Sæll Dibu, vinur minn, hvernig hefur þú það? Ég er Jhonny Jackson, myndatökumaðurinn sem þú réðst á eftir leikinn á móti Kólumbíu. Ég vildi bara segja þér að það er allt í lagi með mig. Allir hafa kynnst því að tapa leik. Þetta tap skipti þig greinilega miklu máli en horfðu fram á veginn, Dibu,“ sagði Jackson. Jackson vinnur fyrir fyrirtæki sem tekur upp efni fyrir sjónvarpsstöðvarnar Caracol Televisión og RCN Deportes. Það er ákall eftir því frá Samtökum íþróttafréttamanna í Kólumbíu að FIFA taki á þessu máli og refsi Emiliano Martínez fyrir hegðun sína. Emiliano Martinez var mjög fúll eftir tap Argentínu á móti Kólumbíu í undankeppni HM í vikunni.Getty/Andres Rot HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Sjá meira
Myndatökumaðurinn Jhonny Jackson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við markvörðinn eftir lokaflautið. Hann sagði kólumbískum fjölmiðlum frá því sem gerðist. Jackson kom upp að Emiliano Martínez þegar argentínski markvörðurinn var að þakka öðrum leikmanni fyrir leikinn. Myndefnið sem hann náði sýnir markvörðinn, sem er kallaðir Dibu, slá í myndavélina sem fellur í framhaldinu í jörðina. „Hann bara sló mig upp úr þurru,“ sagði Jackson við blaðamann RCN Deportes. ESPN segir frá. „Ég varð reiður, mjög reiður. Ég var í vinnunni alveg eins og hann. Hann var að spila og ég var að taka upp með myndavélinni minni,“ sagði Jackson. Myndatökumaðurinn sendi markverði Aston Villa síðan skilaboð. „Sæll Dibu, vinur minn, hvernig hefur þú það? Ég er Jhonny Jackson, myndatökumaðurinn sem þú réðst á eftir leikinn á móti Kólumbíu. Ég vildi bara segja þér að það er allt í lagi með mig. Allir hafa kynnst því að tapa leik. Þetta tap skipti þig greinilega miklu máli en horfðu fram á veginn, Dibu,“ sagði Jackson. Jackson vinnur fyrir fyrirtæki sem tekur upp efni fyrir sjónvarpsstöðvarnar Caracol Televisión og RCN Deportes. Það er ákall eftir því frá Samtökum íþróttafréttamanna í Kólumbíu að FIFA taki á þessu máli og refsi Emiliano Martínez fyrir hegðun sína. Emiliano Martinez var mjög fúll eftir tap Argentínu á móti Kólumbíu í undankeppni HM í vikunni.Getty/Andres Rot
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Sjá meira