Mega nú setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 09:56 Leyfa á lausagöngu hunda á litlum hluta Klambratúns samkvæmt nýju hverfisskipulagi. Vísir/Vilhelm Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns. Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn. Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nýtt hverfisskipulag Hlíða-, Háteigs- og Öskjuhlíðarhverfis tók gildi síðasta föstudag, 6. september 2024. Hverfisskipulagið markar stefnu fyrir hverfið til framtíðar. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Eftir þessar breytingar hefur hluti byggðarinnar í Norðurmýri og Rauðarárholti og fjölbýlishúsaröð við Stigahlíð fengið hverfisvernd í gulum flokki. Þá er núna heimilt að setja svalir á hús í Norðurmýri og Rauðarárholti sem ekki hafa svalir í dag. Þó er tekið fram í tilkynningu að fylgja þurfi samþykktum teikningum sem megi finna í leiðbeiningum hverfisskipulagsins. Þá er einnig víða heimilt núna að hækka lágreist þök og útbúa kvisti. Hverfisskipulag gefur einnig heimildir fyrir ýmiss konar smáhýsum og skýlum á lóð sem á að auðvelda íbúum að aðlaga húsnæði sitt að nútímaþörfum. Þá er einnig gert ráð fyrir því í hverfisskipulaginu að útbúið verði lausagöngusvæði fyrir hunda á hluta þess svæðis á Klambratúni sem nú er umhverfis verkbækistöðina sem senn víkur. Þá eru einnig í skipulaginu skilgreindar sérstakar borgargötur í hverfunum sem njóta munu forgangs við endurhönnun og fegrun. Lögð er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og góð almenningsrými í tengslum við borgargöturnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um málið segir að skipulagstillagan hafi verið í auglýsingu í þrjá mánuði, eða tólf vikur í kringum áramótin. Á kynningartíma bárust um 60 athugasemdir og voru í kjölfarið gerðar breytingar á skipulagstillögunni er varða umhverfisvernd en fram kom í athugasemdum að þær hafi verið íþyngjandi. Þar segir einnig að hverfisskipulag sé skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og komi í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem felldar hafa verið úr gildi með samþykkt hverfisskipulagsins. Skipulagið er samkvæmt tilkynningu afrakstur umfangsmikils samráðs við fagaðila, íbúa, stofnanir og aðra sem koma við sögu. Áður hefur hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt verið samþykkt og stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar árið 2027. Á sérstakri síðu hverfisskipulags fyrir Hlíðar (reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar) má finna nánari umfjöllun um helstu áhersluatriði skipulagsins og nálgast öll skipulagsgögn.
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira