Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó skrifar 12. september 2024 11:03 Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar