Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar 13. september 2024 11:01 Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun