Um er að ræða 228 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 2021. Húsið var hannað af Jóni Stefáni Einarssyni arktekt. Ásett verð er 199,9 milljónir.
Húsið er innréttað á smekklegan máta þar sem sérsmíðaðar innréttingar, hlýleiki og nútíma þægindi eru í fyrirrúmi.
Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í rúmgóðu rými með gólfsíðum gluggum og aukinni lofthæð sem gefur rýminu mikinn glæsibrag. Útgengt út í garð um stóra rennihurð.
Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar dökkar viðarinnréttingar með ljósum dekton-stein á borðum. Stór eldhúseyja fyrir miðju býður upp á sannkallaða partý-stemningu.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





