Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 18:01 Kylian Mbappé og Orri Steinn Óskarsson verða væntanlega á ferðinni annað kvöld þegar Real Madrid sækir Real Sociedad heim. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri. Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri.
Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira