Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. september 2024 18:01 Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun