Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 07:43 Viðbragðsaðilar við störf nærri Biala Glucholaska ánni í Póllandi. Vísir/EPA Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag. Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag.
Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49