Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 13:05 Féð koma vænt af fjalli í Tungnaréttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira