Magdeburg vann þá sex marka útisigur á Hamburg, 32-26.
Hamburg skoraði reyndar þrjú fyrstu mörk leiksins en síðan tók Magdeburg öll völd. Magdeburg var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson var með eitt mark og fimm stoðsendingar.
Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg en Matthias Musche skoraði flest mörk eða átta.
Magdeburg vann sjö marka sigur á Wetzlar í fyrstu umferðinni.