Cecilía Rán náði reyndar ekki að halda hreinu eins og í fyrsta leiknum en Inter hefur unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins og markatalan er 9-1.
Napoli komst í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiksins. Leikmenn Inter sneru leiknum með þremur mörkum á fjórtán mínútna kafla í síðari hálfleik.
Mörk Inter skoruðu þær Annamaria Serturini, Tessa Wullaert og Michela Cambiaghi en síðasta markið var síðan sjálfsmark.
Það gekk ekki eins vel hjá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og félögum í Bayer Leverkusen. Þær komust í 2-0 á móti Eintracht Frankfurt en misstu leikinn niður í 2-2 jafntefli.
Karólína Lea fór af velli á 65. mínútu þegar staðan var orðin 2-2.