Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 10:13 Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin í Hong Kong þrátt fyrir loforð um að íbúar þar héldu borgararéttindum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi. Vísir/Getty Karlmaður frá Hong Kong varð fyrsti maðurinn til þess að vera sakfelldur á grundvelli nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga kínverska yfirráðasvæðisins í dag. Hann játaði sig sekan um að klæðast stuttermabol með slagorði lýðræðissinnaðra mótmælenda. Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu. Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Með þjóðaröryggislögunum sem voru samþykkt í mars var refsing við svonefndum uppreisnaráróðri gegn ríkinu hert úr tveggja í sjö ára fangelsi. Allt að tíu ára refsing liggur við brotinu ef sá brotlegi hefur átt í samráði við erlenda aðila. Chu Kai-Pong, 27 ára, var handtekinn á neðanjarðarlestarstöð í júní fyrir að ganga í stuttermastól sem á stóð slagorðið „Frelsið Hong Kong, bylting okkar tíma“ og skammstöfunin „FDNOL“. Sú skammstöfun stendur fyrir „fimm kröfur, ekkert minna“ á ensku (e. five demands, not one less). Bæði slagorð heyrðust víða á fjöldamótmælum lýðræðissinna árið 2019. Fyrir dómi játaði Chu sig sekan um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Hann sagði lögreglu að hann hefði klæðst bolnum til þess að minna borgarbúa á mótmælin. Daginn sem hann var handtekinn voru fimm ár liðin frá upphafi mótmælanna. Refsing Chu verður ákveðin á fimmtudag. Dómari sem var handvalinn af borgarstjóra Hong Kong til þess að taka fyrir þjóðaröryggismál kveður upp dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óttast að lögin verði notuð til að bæla niður andóf Kínverska kommúnistastjórnin hefur hert tökin á Hong Kong verulega á undanförnum árum þrátt fyrir að hún hefði heitið því að virða borgararéttindi íbúa þar eftir að Bretar létu nýlendu sína af hendi árið 1997. Tóninn var sleginn með upphaflegri útgáfu þjóðaröryggislaganna árið 2020 þar sem lífstíðarfangelsi var lagt við uppreisn, undirróðri, hryðjuverkum og samráði við erlend öfl. Mótmæli lýðræðissinna höfðu þá staðið yfir í fleiri mánuði. Yfirvöld komu í gegn nýjum þjóðaröryggislögum í mars. Vestræn ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að þau skilgreini uppreisnaráróður svo vítt að þau verði notuð til þess að bæla niður andóf í borginni. Kínversk yfirvöld sögðu nýju lögin nauðsynleg til þess að stoppa upp í göt í þeim gömlu.
Hong Kong Mannréttindi Kína Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira