Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 12:07 Lúxussnekkja rússnesks ólígarka í höfn í Antibes á Bláströndinni árið 2016. Þrátt fyrir refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa rússneskir auðkýfingar getað haldið áfram að lifa áhyggjulausu lífi þar. Vísir/EPA Rússneskir auðkýfingar njóta enn ljúfa lífsins á Frönsku rívíerunni þrátt fyrir að refsiaðgerðir gegn þeim vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Fyrrverandi saksóknari segir heimamenn spillta af fégræðgi. Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico. Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38