Að standa með konum og kerfisbreytingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2024 07:30 Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun