Tómas Sjöberg og Hjörleifur Davíðsson eru eigendur Kölska, herrafataverslunar sem sérhæfir sig í sérsaumuðum jakkafötum. Síðustu misseri hafa þeir sömuleiðis bætt við sig hágæða flíkum frá þekktum vörumerkjum en verslunin er staðsett í Síðumúla 31.
Þá hafa þeir hannað alls konar jakkaföt og fatnað úr ýmsum efnum fyrir fjöldann allan af smekkmönnum. Daníel Ágúst hefur til að mynda oftar en ekki látið sjá sig í jakkafötum sem hann hannar með Kölska strákunum og hann lét sig ekki vanta í afmælið og tók nokkur lög af sinni alkunnu snilld.
Hér má sjá vel valdar myndir frá teitinu:

















