Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 14:37 Atena (t.v.) missti stjórn á sér og sveiflaði stól í síðuna á Marçal (t.h.). Skjáskot Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram. Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“ Brasilía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“
Brasilía Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira