Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 15:36 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag þar sem ómerktur lögreglubíll stóð vaktina. Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust.
Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52
Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36