Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:03 Dómssalur héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira