Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 17. september 2024 15:01 Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun