Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. september 2024 11:03 Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun