Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp.
Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark.
Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna.
„Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“.
„Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays.

Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp.
Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það.