Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 16:33 Yazan verður ekki fluttur af landi brott. Vísir Yazan Tamimi og fjölskylda verða ekki flutt úr landi fyrir laugardag og munu því öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57
Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59