Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 10:30 Theodór hvetur foreldra til að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“ Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“
Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira