Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 17:02 Brynjar segir tilboð þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um setu í stjórn Mannréttindastofnunar ekki tengjast því að hann segir nú af sér varaþingmennsku. Hann þurfi einfaldlega að finna sér eitthvað að gera. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, gangi allt eftir. Þetta tvennt tengist þó ekki. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira