Erlent

Út­skrifuð af sjúkra­húsi með hálskraga

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu að hún myndi afsala sér krúnunni. Það gerðist 14. janúar síðastliðinn.
Margrét Þórhildur tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu að hún myndi afsala sér krúnunni. Það gerðist 14. janúar síðastliðinn. EPA

Margrét Þórhildur II Danadrottning hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en mun verða í leyfi frá opinberum embættisstörfum í lengri tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni en greint var frá því í gær að hún hefði verið flutt á sjúkrahús eftir fall.

Hin 84 ára Margrét Þórhildur var lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöldið.

Í tilkynningunni segir að hún hafi slasast á hálsi og brotið bein í vinstri hendi. Hún verður því með gifs á hendi og með hálskraga næstu mánuðina.

Ennfremur segir að drottningin sé brött og líði eftir atvikum vel.

Margrét Þórhildur tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu að hún myndi afsala sér krúnunni. Friðrik sonur hennar varð þá konungur þann 14. janúar síaðstliðinn, en Margrét Þórhildur hafði þá setið á drottningarstóli síðan 1972.


Tengdar fréttir

Margrét Þórhildur á sjúkrahúsi

Margrét Þórhildur, Danadrottning, hefur verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hún féll í gærkvöldi. Drottningin er 84 ára gömul og datt hún í kastala konungsfjölskyldunnar í Fredensborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×