Innlent

Anton Sveinn McKee til liðs við Mið­flokkinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður, hefur gengið til liðs við Miðflokkinn.
Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður, hefur gengið til liðs við Miðflokkinn.

Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður og Ólympíufari, hefur verið kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem stofnuð var 20. september síðastliðinn.

Anton Sveinn fór fjórum sinnum á Ólympíuleikana á sundferli sínum en ákvað að segja það gott eftir Ólympíuleikana í París í sumar.

Stofnfundur Freyfaxa fór fram í gær og var þá kosið í stjórn hans. Auk Antons skipa stjórnina Einar Jóhannes Guðnason, viðskiptastjóri; Eden Ósk Eyjólfsdóttir, menntaskólanemi; Valgerður Helgadóttir, starfsmaður hjá Landspítalanum og Viktor Leví Andrason, leikari.

Ný stjórn Freyfaxa. Hana skipa Anton Sveinn McKee, Einar Jóhannes Guðnason, Eden Ósk Eyjólfsdóttir, Valgerður Helgadóttir og Viktor Leví Andrason.

„Grunnstoðir samfélagsins eru laskaðar og við sættum okkur ekki við það ástand. Það er kominn tími á skynsemishyggju í efnahags-, húsnæðis-, og menntamálum. Miðflokkurinn mun leiða á grundvelli þeirrar stefnu,“ sagði Anton Sveinn í kjölfar formannskjörsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×