Í dagbók lögreglu segir að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggi hafi enginn slasast.
Alls voru 104 mál bókuð í kerfi lögreglu frá gærkvöldin og til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu í fangaklefum eftir nóttina.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um innbrot í heimahús í Reykjavík og um líkamsárás við skemmtistað í miðbænum. Árásarmaðurinn fannst á vettvangi og var handtekinn.
Að minnsta kosti sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá höfðu þrír ökumenn áður verið sviptir ökuréttindum.