„Þetta reddast“ og heilsan að húfi? Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa 23. september 2024 09:31 Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Sjá meira
Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun