Mönnunum er gefið að sök að nauðga konunni og beita hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar.
Í ákærunni segir að annar maðurinn hafi haft samræði við hana og hinn nokkru síðar, en konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.
Konan krefst þriggja milljóna króna í miskabætur frá hvorum manninum um sig, og að þeir greiði málskostnað málsins.
Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.