Bara tvær fljótari en Sveindís Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 16:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar gullleikmenn í FC 25 tölvuleiknum. Sveindís er einn fljótasti leikmaður leiksins. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er þriðja fljótasta knattspyrnukona heims, ef miðað er við tölurnar í nýjustu útgáfu FC fótboltatölvuleiksins. FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn. Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira
FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn.
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira