Manninum er gefið að sök að nudda kynfæri konu og stinga fingrum í leggöng hennar, og notfæra sér að hún hafi verið sofandi og ekki getað spornað við verknaðinum.
Konan krefst 2,5 milljóna í miskabætur vegna málsins sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið, en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.