Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 10:46 Levtsjenkó aðmíráll er rússneskur tundurspillir. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til. Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til.
Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02