Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 12:27 Freyr Alexandersson tók við Kortrijk í Belgíu í janúar á þessu ári. Getty/Filip Lanszweert Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi. Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira