Útsvarsaukningin aðeins hugsuð til tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 16:04 Frá Selfossi, sem er einmitt í Árborg. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa sinna á því að álag var sett á útsvar í upphafi þessa árs. Íbúar eru hvattir til að hafa þetta í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið. Ítrekað er að útsvarsaukningin er „aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur. Árborg Skattar og tollar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur.
Árborg Skattar og tollar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent