Virkjum lýðræðið Jódís Skúladóttir skrifar 24. september 2024 17:00 Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir. Ég hef þá skoðun að aukin einstaklingshyggja í allt of hröðu og neysludrifnu samfélagi sé stór þáttur í þeirri stöðu sem við erum í. Einstaklingshyggjan fer afar illa með lýðræðinu, hagur og vilji heildarinnar verður undir. Við sjáum afleiðingar þess alls staðar í samfélaginu. Það verður sí erfiðara að manna félagsstörf nema ávinningur einstaklings sé tryggður. Gott dæmi um þetta er þróunin í íþróttastarfi barna. Allt er mælt í arðsemi og hraða til að ná sem bestum árangri og á þessum forsendum verður samþjöppun valds og fjármagns meira áberandi. Samfélagsmiðlar eru stór þáttur í lífi okkar í dag og þar sjást glöggt þess merki að neysluhyggjan nær inn á öll svið samfélagsins, til allra aldurshópa, ekki síst barna, og litar hugmyndir okkar um raunveruleikann og eðlilegt gildismat. En samfélagsmiðlar bera ekki ábyrgðina á þessu, það gerir markviss stefna sem felst í því að frelsi og réttur einstaklingsins sé öllu æðra. Þegar við horfum til landsbyggðarinnar hefur sameiningarmýtan verið helsti drifkrafturinn undanfarin ár. Í henni felst að það sé svo miklu hagkvæmara að reka stórar einingar en smáar. Víða hefur þetta hins vegar skilað miklu flóknari og stærri yfirbyggingu, lakari þjónustu og sveitarfélögin virðast síst standa betur. Hver er þá lausnin? Svarið við því er svo út frá sömu hugmyndafræði að það þurfi að auka atvinnu, fjölga fólki og draga inn meira fjármagn. Fjármagn virðist svo aðeins hægt að nálgast ef að við fórnum einhverju á móti, hvort sem það er náttúran eða mannlífið. Íbúunum er gefið í skyn að fyrr munum við ekki finna hamingjuna. Svo hlaupum við öll örlítið hraðar, kaupum meira, drögum úr mannlegum samskiptum og bíðum og bíðum eftir uppskeru. Þegar við hugsum hlutina einungis út frá arðsemi frekar en lýðheilsu og mannlegri velsæld verður alltaf lengra og lengra á milli ákvarðanatöku í málefnum fólks og þeirra sem þurfa að lifa eftir þeim ákvörðunum. Íbúalýðræði hefur alltaf verið mér hugleikið og tel ég fullkomlega eðlilegt að íbúar samfélaga hafi mikið um það að segja hvernig þeirra nærsamfélög byggjast upp. Þannig geti íbúar kallað eftir eða hafnað ákveðinni atvinnustarfsemi eða ákveðinni uppbyggingu. Þannig er virkt lýðræði forsenda öflugra og réttlátra samfélaga. Lýðræði er upphaf og endir alls og ef við vegum að því á einhvern hátt mun það alltaf leiða til verri stöðu fyrir okkur öll. Í stefnu VG segir meðal annars „Kjölfesta Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er þátttaka almennra félaga hennar um land allt, í starfi, stefnumótun og ákvörðunum. Starfið einkennist af opnum samræðum í raunheimum og netheimum þar sem félagar koma saman, móta hugmyndir, leysa úr álitamálum og koma stefnu hreyfingarinnar á framfæri og í framkvæmd.“ Þetta þykja mér góð orð og mikilvæg og í anda þeirra vil ég starfa hljóti ég brautargengi sem varaformaður hreyfingarinnar. Mér hefur þótt lýðræði í íslensku samfélagi hafa dalað hvort heldur í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi og sú þróun nær inn á öll svið. Við verðum öll aðeins lélegri í lýðræðinu. Ég hvet okkur öll til að staldra við, huga að lýðræðinu í okkar samfélagi í stóru og smáu samhengi hlutanna. Mætum á kjörstað, tökum þátt í félagsstarfi, hugum að hag heildarinnar og stöndum með lýðræðinu. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun