Útiloka ekki kosningar í vor Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2024 11:58 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira