Íslenska er ekki eina málið Lilja Magnúsdóttir skrifar 25. september 2024 13:31 Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun