Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir skrifar 25. september 2024 14:32 Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun