Nýjustu upplýsingar breyta ekki skoðun verkstjórans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:02 Frá Bakkafirði þar sem 55 eru skráðir til heimilis samkvæmt Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm „Umrætt fólk hefur komið vel fram og stend ég enn þá á þeirri skoðun meðan rannsókn málsins á sér stað að þarna er um góða vini og öflugt starfsfólk að ræða.“ Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira