Um orkuskort, auðlindir og endurvinnslu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 26. september 2024 11:33 Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Orkumál Stóriðja Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“ Raforka á Íslandi er auðlind. Sem slík er hún nýtt og skilar þjóðinni tekjum og skapar hagvöxt. Vegna þessarar auðlindar hefur orkusækinn iðnaður skotið rótum í landinu. Hér á landi starfa þrjú álver sem keyptu raforku fyrir rúmlega 68 milljarða á síðasta ári. Í kjölfar bestu afkomu sögunnar á árinu 2023 greiddi Landsvirkjun þjóðinni 30 milljarða í arð sl. vor. Þessar arðgreiðslur byggja að mestu leyti á raforkukaupum álveranna. Það jákvæðasta við veru álveranna á Íslandi er þó líklega að hér er framleitt ál með lægsta kolefnisspori í heimi. Skerðingar á raforkusölu til álveranna, eins og áttu sér stað í upphafi þessa árs og munu eiga sér stað í upphafi þess næsta, rýra tekjur Landsvirkjunar og draga úr framleiðslugetu álveranna. Það svo aftur minnkar skattspor álveranna, kaup þeirra á vörum og þjónustu og bitnar svo í framhaldinu á arðgreiðslum Landsvirkjunar til þjóðarinnar. Fyrsta álverið á Íslandi lagði grunninn að Landsvirkjun. Tryggir samningar um raforkusölu til langs tíma gerðu byggingu Búrfellsvirkjunar gerlega. Þessi fyrsta stórvirkjun á Íslandi lagði grunninn að orkuöryggi almennings í landinu. Álverin á Íslandi starfa í sátt við samfélagið. Þau greiða sína skatta og þau standa við sínar skyldur. Álverin á Íslandi eru traust bakland þjóðarinnar. Við álframleiðslu á Íslandi starfa um 2000 manns og annað eins í afleiddum störfum. Það er bakarí á Reyðarfirði vegna þess að 800 manns borða daglega í mötuneyti Fjarðaáls. Orkunotkun Íslendinga er mest í Evrópu miðað við höfðatölu vegna þess að raforkan okkar er auðlind og ein af tekjulindum þjóðarinnar. Af Evrópuþjóðum vinna Svíar mestan málm miðað við höfðatölu, enda sænska foldin rík af málmum. Auðlindir þjóðanna eru mismunandi. Það var alveg fyrirséð að ef heimsbyggðin ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar krefst það ákveðinna fórna í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hvort sem um er að ræða uppistöðulón vegna vatnsorku, vindmyllugarða eða þess lands sem leggja verður undir sólarrafhlöður hefur það alltaf neikvæð umhverfisáhrif, hvar svo sem í heiminum þessi mannvirki munu rísa. Það er hins vegar full ástæða til þess að taka undir með þeim sem tala fyrir því að við sem mannkyn drögum úr neyslu. Sannarlega geta Íslendingar gert miklu betur þegar kemur að því að neyta minna og sóa minna. Það þurfum við að gera ásamt því að endurvinna meira. Þá er rétt að benda á að álið er allra málma bestur þegar kemur að endurvinnslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun