Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2024 11:00 Inga Sæland sagði hér allt á hverfanda hveli, vargöld ríkir og ekki er reynt að ráðast gegn rót vandans. Flokkur fólksins stendur hins vegar vaktiina. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira