Áfrýjaði engu nema ákvörðun um launin og málið fellt niður Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 15:00 Ómar Valdimarsson og Alexander Máni í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að fella niður mál ákæruvaldsins á hendur Alexander Mána Björnssyni, sem hætti við að áfrýja sex ára dómi í Bankastrætis club málinu svokallaða. Ómar Valdimarsson, verjandi hans, fór fram á að krafa um endurákvörðun málsvarnarlauna í héraði yrði tekin fyrir þrátt fyrir að fallið yrði frá málinu að öðru leyti. Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudag í síðustu viku en hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar vegna tæknilegra örðugleika, að sögn dómstólsins. Í honum segir að Alexander Máni hafi lýst yfir áfrýjun málsins með bréfi til Ríkissaksóknara þann 5. desember 2023. Fram hafi komið í bréfinu að hann áfrýjaði í því skyni aðallega að fá hinn áfrýjaða dóm ómerktan og að málinu yrði vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar og dómsálagningar. Til vara hafi hann krafist sýknu af þeim lið ákæru er sneri að einum þriggja brotaþola og að refsing hans fyrir brot gegn öðrum brotaþola yrði milduð verulega. Að því frágengnu hafi hann krafist þess að refsing hans vegna þeirra brota, sem talið væri sannað að hann hefði gerst sekur um, yrði milduð verulega. Þá hafi komið fram að einnig væri gerð krafa um endurskoðun dæmdra málsvarnarlauna í héraði til hækkunar. Loks væri krafist málsvarnarlauna vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Hætti við að áfrýja Með tölvuskeyti Alexanders Mána til Ríkissaksóknara þann 21. ágúst 2024 hafi hann tilkynnt að hann væri búinn að tala við verjanda sinn ,,og biðja hann að draga áfrýjunina til baka og hann er að vinna í því“. Með bréfi til Landsréttar og Ríkissaksóknara þann 22. ágúst 2024 hafi Ómar lýst því yfir að hann félli að hluta frá áfrýjun sinni til Landsréttar. Alexander Máni félli frá kröfum um ómerkingu héraðsdóms og heimvísun, frá kröfu til vara um sýknu af þeim lið ákæru er sneri að brotaþola einum brotaþola og að refsing hans fyrir brot gegn öðrum brotaþola yrði milduð verulega. Þá félli hann frá kröfu til þrautavara um vægari refsingu vegna þeirra brota sem hann hefði gerst sekur um. Loks væri fallið frá aðalkröfu um að bótakröfum yrði vísað frá dómi sem og varakröfu um sýknu af þeim og þrautavarakröfu um verulega lækkun þeirra. Vildi halda tveimur kröfum til streitu en ákæruvaldið hélt nú ekki Krafa um endurskoðun dæmdra málsvarnarlauna stæði hins vegar óbreytt, sem og krafa um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Landsrétti. Alexander Máni hefði falið verjanda sínum að tilkynna Ríkissaksóknara um framangreint og reka það sem eftir stæði af málinu fyrir sig fyrir Landsrétti. Talsvert hefur verið fjallað um málsvarnarlaun Ómars vegna meðferðar málsins í héraði en hann hefur lýst yfir megnri óánægju sinni með þau, til að mynda í bréfi til dómara og hinna verjendanna í málinu. Í úrskurðinum segir að með bréfi Ríkissaksóknara til Landsréttar sama dag hafi komið fram að með framangreindum yfirlýsingum hefði Alexander Máni lýst því yfir að hann félli frá áfrýjun sinni í málinu. Ákæruvaldið hefði ekki uppi kröfu um meðferð málsins hvað hann varðaði fyrir Landsrétti fyrir sitt leyti og ,,afturkallar því hér með áfrýjunarstefnu sem útgefin var í málinu 8. janúar 2024 hvað nefndan sakborning varðar.“ Ákvörðun um málsvarnarlaun ekki beiting réttarreglu Ómar hafi lýst því yfir með bréfi til Landsréttar þann 23. ágúst 2024 að afturköllun Ríkissaksóknara á áfrýjunarstefnu gæti ekki haft þau áhrif að málið félli að öllu leyti niður hvað varðaði Alexander Mána, enda hefði hann ekki fallið að öllu leyti frá kröfum sínum fyrir réttinum. Ómar hafi vísað til þess að Alexander Máni hefði ekki fallið frá kröfu um endurskoðun málsvarnarlauna í héraði og um málsvarnarlaun fyrir Landsrétti. Þessar kröfur hans sættu endurskoðun Landsréttar samkvæmt nefndum lið laga um meðferð sakamála, enda væri ljóst að réttarreglu í skilningi þess ákvæðis hefði verið beitt þegar þóknun verjanda var ákveðin af héraðsdómi. Þá ætti sakfelldur maður sjálfstæðan rétt samkvæmt annarri grein sömu laga til þess að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar, að uppfylltum skilyrðum laganna. Með tölvuskeyti Landsréttar til Ríkissaksóknara hafi honum verið gefinn kostur á að bregðast við bréfi Ómars. Með tölvuskeyti til Landsréttar 30. ágúst 2024 hafi Ríkissaksóknari lýst því yfir að embættið teldi að ekki væru lagaskilyrði til þess að áfrýja máli eingöngu til endurskoðunar á málsvarnarlaunum verjanda og því hefði áfrýjunarstefna verið afturkölluð að öllu leyti að því er Alexander Mána varðaði. Ljóst væri að ákvörðun dómara um þóknun verjanda fæli ekki í sér beitingu réttarreglu í skilningi laganna enda varðaði það ekki sakarefni málsins. Ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi meðferð málsins að nokkru leyti fyrir Landsrétti hvað Alexander Mána varðaði. Engar sérstakar reglur um málsvarnarlaun Í niðurstöðukafla Landsréttar segir að í lögum um meðferð sakamála komi ekki fram berum orðum hvort unnt sé að áfrýja máli í þeim tilgangi einum að leita endurskoðunar á dæmdum sakarkostnaði, þar með talið málsvarnarlaunum. Hið sama gildi um eldri sakamálalög og onnur lögskýringargögn sem Landsréttur leit til. Þegar litið væri til forsögu ákvæðisins sem Ómar vísaði til verði að telja ljóst að tilvísun til skýringar eða beitingar réttarreglna taki einungis til lagaatriða sem varða sakarefni málsins. Það styrki þessa niðurstöðu að ákvörðun um málsvarnarlaun verjanda varðar ekki það sakarefni sem til úrlausnar er í máli, heldur séu málsvarnarlaun hverju sinni ákveðin út frá vinnu verjandans og ekki sé mælt fyrir um neinar sérstakar reglur í sakamála um hvernig málsvarnarlaun skuli ákveðin. Samkvæmt þessu verði að skýra ákvæðið á þann veg að ekki sé heimilt að áfrýja máli í því skyni einvörðungu að fá endurskoðuð málsvarnarlaun verjanda. Ríkissaksóknara hafi því verið rétt að afturkalla áfrýjunarstefnu málsins hvað Alexander Mána varðar. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar með dómi í gær. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudag í síðustu viku en hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar vegna tæknilegra örðugleika, að sögn dómstólsins. Í honum segir að Alexander Máni hafi lýst yfir áfrýjun málsins með bréfi til Ríkissaksóknara þann 5. desember 2023. Fram hafi komið í bréfinu að hann áfrýjaði í því skyni aðallega að fá hinn áfrýjaða dóm ómerktan og að málinu yrði vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar og dómsálagningar. Til vara hafi hann krafist sýknu af þeim lið ákæru er sneri að einum þriggja brotaþola og að refsing hans fyrir brot gegn öðrum brotaþola yrði milduð verulega. Að því frágengnu hafi hann krafist þess að refsing hans vegna þeirra brota, sem talið væri sannað að hann hefði gerst sekur um, yrði milduð verulega. Þá hafi komið fram að einnig væri gerð krafa um endurskoðun dæmdra málsvarnarlauna í héraði til hækkunar. Loks væri krafist málsvarnarlauna vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. Hætti við að áfrýja Með tölvuskeyti Alexanders Mána til Ríkissaksóknara þann 21. ágúst 2024 hafi hann tilkynnt að hann væri búinn að tala við verjanda sinn ,,og biðja hann að draga áfrýjunina til baka og hann er að vinna í því“. Með bréfi til Landsréttar og Ríkissaksóknara þann 22. ágúst 2024 hafi Ómar lýst því yfir að hann félli að hluta frá áfrýjun sinni til Landsréttar. Alexander Máni félli frá kröfum um ómerkingu héraðsdóms og heimvísun, frá kröfu til vara um sýknu af þeim lið ákæru er sneri að brotaþola einum brotaþola og að refsing hans fyrir brot gegn öðrum brotaþola yrði milduð verulega. Þá félli hann frá kröfu til þrautavara um vægari refsingu vegna þeirra brota sem hann hefði gerst sekur um. Loks væri fallið frá aðalkröfu um að bótakröfum yrði vísað frá dómi sem og varakröfu um sýknu af þeim og þrautavarakröfu um verulega lækkun þeirra. Vildi halda tveimur kröfum til streitu en ákæruvaldið hélt nú ekki Krafa um endurskoðun dæmdra málsvarnarlauna stæði hins vegar óbreytt, sem og krafa um málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Landsrétti. Alexander Máni hefði falið verjanda sínum að tilkynna Ríkissaksóknara um framangreint og reka það sem eftir stæði af málinu fyrir sig fyrir Landsrétti. Talsvert hefur verið fjallað um málsvarnarlaun Ómars vegna meðferðar málsins í héraði en hann hefur lýst yfir megnri óánægju sinni með þau, til að mynda í bréfi til dómara og hinna verjendanna í málinu. Í úrskurðinum segir að með bréfi Ríkissaksóknara til Landsréttar sama dag hafi komið fram að með framangreindum yfirlýsingum hefði Alexander Máni lýst því yfir að hann félli frá áfrýjun sinni í málinu. Ákæruvaldið hefði ekki uppi kröfu um meðferð málsins hvað hann varðaði fyrir Landsrétti fyrir sitt leyti og ,,afturkallar því hér með áfrýjunarstefnu sem útgefin var í málinu 8. janúar 2024 hvað nefndan sakborning varðar.“ Ákvörðun um málsvarnarlaun ekki beiting réttarreglu Ómar hafi lýst því yfir með bréfi til Landsréttar þann 23. ágúst 2024 að afturköllun Ríkissaksóknara á áfrýjunarstefnu gæti ekki haft þau áhrif að málið félli að öllu leyti niður hvað varðaði Alexander Mána, enda hefði hann ekki fallið að öllu leyti frá kröfum sínum fyrir réttinum. Ómar hafi vísað til þess að Alexander Máni hefði ekki fallið frá kröfu um endurskoðun málsvarnarlauna í héraði og um málsvarnarlaun fyrir Landsrétti. Þessar kröfur hans sættu endurskoðun Landsréttar samkvæmt nefndum lið laga um meðferð sakamála, enda væri ljóst að réttarreglu í skilningi þess ákvæðis hefði verið beitt þegar þóknun verjanda var ákveðin af héraðsdómi. Þá ætti sakfelldur maður sjálfstæðan rétt samkvæmt annarri grein sömu laga til þess að áfrýja héraðsdómi til Landsréttar, að uppfylltum skilyrðum laganna. Með tölvuskeyti Landsréttar til Ríkissaksóknara hafi honum verið gefinn kostur á að bregðast við bréfi Ómars. Með tölvuskeyti til Landsréttar 30. ágúst 2024 hafi Ríkissaksóknari lýst því yfir að embættið teldi að ekki væru lagaskilyrði til þess að áfrýja máli eingöngu til endurskoðunar á málsvarnarlaunum verjanda og því hefði áfrýjunarstefna verið afturkölluð að öllu leyti að því er Alexander Mána varðaði. Ljóst væri að ákvörðun dómara um þóknun verjanda fæli ekki í sér beitingu réttarreglu í skilningi laganna enda varðaði það ekki sakarefni málsins. Ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi meðferð málsins að nokkru leyti fyrir Landsrétti hvað Alexander Mána varðaði. Engar sérstakar reglur um málsvarnarlaun Í niðurstöðukafla Landsréttar segir að í lögum um meðferð sakamála komi ekki fram berum orðum hvort unnt sé að áfrýja máli í þeim tilgangi einum að leita endurskoðunar á dæmdum sakarkostnaði, þar með talið málsvarnarlaunum. Hið sama gildi um eldri sakamálalög og onnur lögskýringargögn sem Landsréttur leit til. Þegar litið væri til forsögu ákvæðisins sem Ómar vísaði til verði að telja ljóst að tilvísun til skýringar eða beitingar réttarreglna taki einungis til lagaatriða sem varða sakarefni málsins. Það styrki þessa niðurstöðu að ákvörðun um málsvarnarlaun verjanda varðar ekki það sakarefni sem til úrlausnar er í máli, heldur séu málsvarnarlaun hverju sinni ákveðin út frá vinnu verjandans og ekki sé mælt fyrir um neinar sérstakar reglur í sakamála um hvernig málsvarnarlaun skuli ákveðin. Samkvæmt þessu verði að skýra ákvæðið á þann veg að ekki sé heimilt að áfrýja máli í því skyni einvörðungu að fá endurskoðuð málsvarnarlaun verjanda. Ríkissaksóknara hafi því verið rétt að afturkalla áfrýjunarstefnu málsins hvað Alexander Mána varðar. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar með dómi í gær.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira