Hjem til jul aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 13:00 Ida Elise Broch mætir aftur á skjáinn sem hin óheppna Johanne. Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official) Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official)
Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira