Segir álagið vera að drepa menn Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:46 Carlos Alcaraz er einn allra besti tennisspilari heims en hann segir álagið of mikið. Getty/Francisco Macia Carlos Alcaraz er mættur á sitt fimmtánda tennismót í ár, í Kína, og þar ítrekaði þessi 21 árs gamli Spánverji þá skoðun sína að álagið væri að gera út af við tennisstjörnur heimsins. „Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær. Tennis Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
„Þeir eiga örugglega eftir að ganga af okkur dauðum. Það er fullt af góðum tennisspilurum að missa af mótum vegna meiðsla,“ sagði Alcaraz um helgina á Laver-bikarnum í Berlín, þar sem úrvalslið Evrópu mætti úrvalsliði annarra heimsálfa. Evrópa fagnaði þar sigri, 13-11. Alcaraz hefur átt frábært ár og unnið tvö risamót; Opna franska og Wimbledon-mótið, auk þess að fá silfur á Ólympíuleikunum. Eftir leikana hefur hins vegar alls ekki gengið eins vel og álagið mögulega sagt til sín. Sá efsti ekki sammála „Ég veit um marga tennisspilara sem eru sammála mér um dagskrána,“ sagði Alcaraz en efsti maður heimslistans, Ítalinn Jannik Sinner sem vann Opna bandaríska mótið fyrir skömmu, er ekki sammála. „Dagskráin er auðvitað löng en við getum ráðið því á hvaða mótum við spilum,“ sagði Sinner í Kína á þriðjudag. Alcaraz brást svo við þessum ummælum með því að segja: „Sitt sýnist hverjum auðvitað. Mér finnst alla vega sjálfum að dagskráin sé búin að vera svo þétt frá fyrstu viku janúar til lokaviku nóvember. Við verðum að tala um þetta sjálf og gera eitthvað í þessu,“ sagði Alcaraz í gær.
Tennis Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira