Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 16:40 Eric Adams, borgarstjóri New York, er sakaður um að hafa þegið gjafir og ferðalög frá árinu 2014. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48