Um 100 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2024 20:04 Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, sem segir alltaf mikið stuð og stemmingu í sláturtíðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu. Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira