Um 100 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2024 20:04 Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, sem segir alltaf mikið stuð og stemmingu í sláturtíðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu. Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira