Um 100 þúsund fjár slátrað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2024 20:04 Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, sem segir alltaf mikið stuð og stemmingu í sláturtíðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu. Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Sláturtíðin hófst í byrjun september og stendur yfir í átta vikur í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þar er meira en nóg að gera alla daga og oft langir vinnudagar. En hvernig líst framleiðslustjóra SS á skrokkana? „Þeir allavega líta vel út núna í upphafi, þetta er bara vonandi það sem koma skal , það verði bara flottir og vænir skrokkar,” segir Benedikt Benediktsson. Sláturtíðin er meira og minna skipuð erlendum starfsmönnum, sem koma sérstaklega til landsins til að vinna þessar átta vikur á meðan slátrunin stendur yfir. „Fólkið kemur héðan og þaðan , flestir eru að koma frá Póllandi. Það er alltaf mikil stemming og allir hressir og fólki finnst gaman að hitta félagana og koma í fjörið í sláturtíð. Langflestir eru að koma ár eftir ár til okkar, við erum heppin að fá sama fólkið aftur og aftur,” bætir Benedikt við. Og sláturhúsið er alltaf að tæknivæðast meira og meira. Benedikt segir að vinsældir lambakjötsins séu alltaf miklar enda gangi vel að selja það. Og er alltaf jafn skemmtilegt að vinna í sláturtíðinni? „Já, já, þetta er bara stuð og stemming.” En fyrir þá sem segja að þetta sé svo ógeðslegt, hvað segir þú við því ? „Það er náttúrulega bara ef þú sérð eitthvað í fyrsta skipti þá finnst þér það kannski eitthvað öðruvísi en þetta er bara flott. Ég er mjög ánægður og finnst gaman að fylgjast með þessu,” segir Benedikt. Lambskrokkarnir þvegnir í sláturhúsi SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kjötmatsmaðurinn í sláturhúsinu er alsæll með lambskrokkana og gæði þeirra. „Þetta er alltaf gaman, það er alltaf gaman að sjá hvernig lömb eru að koma undan sumri og maður sér oft mun á milli ára á milli landsvæða, það er bara gaman. Það er heilmikil stemming í sláturtíðinni,” segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS. Bjarki Freyr Sigurjónsson, kjötmatsmaður hjá SS, sem er mjög ánægður með hvað skrokkarnir líta vel út þetta haustið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira