Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 26. september 2024 23:09 Svandís Svavarsdóttir gaf það út í vikunni að hún býður sig fram til formanns Vinstri grænna. Landsfundur flokksins fer fram þarnæstu helgi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12