Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 08:01 Teikning listamanns af frosinni bergreikistjörnu á braut um hvíta dvergstjörnu. Þetta gætu orðið örlög jarðarinnar og sólarinnar. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy. Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy.
Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira