Ítalía tekur aftur upp agaviðurlög frá tíma Mussolini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 07:48 Nýju agaviðurlögin gilda í grunn- og framhaldsskólum. Getty Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum að fella nemendur sökum slæmrar hegðunar. Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“. Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“.
Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila